top of page

Ökukennsla B-réttindi og BE-réttindi (kerrupróf)

Ökunám getur hafist þegar einstaklingur hefur náð 16 ára aldri og eru það nemandi/foreldri sem velja ökukennara. Sækja þarf um námsheimild til sýslumanns með því að fylla út umsóknareyðublað um ökuskírteini (flipinn Eyðublöð færir þig á rétta síðu). Þegar heimild er komin getur kennsla hafist. Æfingaakstur getur hafist þegar 10 kennslustundum að lágmarki með kennara er lokið og Ökuskóli 1 hefur verið lokið. Ökuskóli 2 er tekinn þegar c.a. 2 mánuðir eru í 17 ára afmælisdaginn. Þegar 12 ökutímar hafa verið teknir er hægt að sækja um í Ökuskóla 3.  Fjöldi ökutíma er 17 til 25. Þegar hæfilegum fjölda tímum er lokið sækir nemandi um bóklegt próf. Bóklega prófið má taka 2 mánuðum fyrir 17 ára afmælisdaginn. Verklega prófið má taka tveimur vikum fyrir 17 ára afmælisdaginn og að bóklegu prófi er náð. Verklega prófið er tvíþætt munnlegt próf og svo akstur. 

About

KENNSLUBIFREIÐARNAR OG VERÐ

Fagmennska alla leið.

ÖKUTÆKIN 

Bifreiðin sem ég kenni á fyrir B-réttindi er hvít Toyota Auris árgerð 2016. Bifreiðin er beinskipt og mjög þægilegur í akstri. Einnig er ég með Toyota Land Cruiser 200 sem er sjálfskipur. Í dag er hægt að taka próf á sjálfskiptan bíl og er þá tákntala í ökuskírteini sem gefur til kynna að skírteinishafa er eingöngu heimilt að aka sjálfskiptum bíl. Cruiserinn nota ég einnig til að kenna BE-réttindin (Kerrupróf) . 

Þann 6.des næstkomandi mun ég útskrifast

KOSTNAÐUR B-RÉTTINDA

Kostnaður getur verið mismunandi og fer allt eftir fjölda tíma og val á ökuskóla.

KOSTNAÐUR BE-RÉTTINDA

Heim: Services
Heim: List

Umferðarmerki Vegagerðarinnar - Ökukennarafélagið ( Verkefni) - ekill.is

Sjóvá - Samgöngustofa - YouTube

Forsíðumynd.jpg

UM MIG

Ökukennari frá Endurmenntun Háskóla Íslands 2019

Ég útskrifaðist sem ökukennari árið 2019. Ég er búsett i Garðinum, er gift og á 3 börn. Síðastliðin ár hef ég starfað hjá Eldsneytisafgreiðslunni á Keflavíkurflugvelli 2014-2019 og hjá Suðurflugi 2019-2020. Ég er búin að vera með meiraprófið síðan 2007 og ekið að mestu stóra bíla síðan og því með mikla reynslu af akstri og hef mjög gaman af því að keyra. Til að ökunámið skili sér sem best legg ég mikla áherslu að eiga góð samskipti bæði við ökunema og foreldra þeirra. 

Heim: About Me
Heim: Contact

HAFÐU SAMBAND VIÐ MIG

Takk fyrir að senda!

Til að fá frekari upplýsingar

Vörðubraut 11

845-7428

  • Facebook Social Icon
bottom of page